Bestu erlendu leikmennirnir

Umræðan um bestu erlendu leikmennina sem leikið hafa með íslenskum knattspyrnuliðum skýtur upp kollinum endrum og sinnum. Þrír fyrrum leikmenn ÍA hafa komið þar einna mest við sögu, Luka Lukas Kostic, Mijahlo Bibercic og Zoran Miljkovic.

Luka Lúkas Kostic

Luka fékk íslenskan ríkisborgararétt 1993 og hefði af öllum líkindum orðið fyrsti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefði með íslenska landsliðinu ef örlögin hefðu ekki gripið í taumanna. Haustið 1993 var settur á landsleikur gegn Bandaríkjunum sem fram fór 31 ágúst en degi síðar var Akranesliðið að leika í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og því voru engir leikmenn ÍA í landsliðshópnum í þessum leik. Mjög líklegt er að þarna hefðu nokkrir leikmenn ÍA fengið eldskírn sína með landsliðinu og nær öruggt er að einn þeirra hefði verið Luka Lukas Kostic. Þegar næsti landsleikur fór fram var hann hættur keppni og því fór sem fór. Aðrir kandidatar frá Akranesi fóru þarna hver að öðrum inn í landsliðshópinn í næstu leikjum.

Mijhalo Bibercic

Mijhalo Bibercic kom til Akranes 1993 og við fyrstu sýn ríkti engin bjartsýni á að hann myndi gera neitt sérstakt, en annað átti eftir að koma í ljós. Hann var frábær framherji og raðaði inn mörkum á þeim þrem árum sem hann lék hjá ÍA. Hann var þrívegis Íslandsmeistari og bikarmeistari tvívegis og skoraði 34 mörk í 48 deildarleikjum. Zoran Miljkovic kom til ÍA 1994 og lék með liðinu þrjú tímabil og var Íslandsmeistari öll árin og auk þess bikarmeistari 1996. Eftir veru hann hjá ÍA lék hann tvö ár í Vestmannaeyjum og var íslandsmeistari þar bæði árin. Zoran var frábær varnarmaður og small inn í liðið eftir brottför Luka Kostic. 

Zoran Miljkovic

Zoran Miljkovic kom til ÍA 1994 og lék með liðinu þrjú tímabil og var Íslandsmeistari öll árin og auk þess bikarmeistari 1996. Eftir veru hann hjá ÍA lék hann tvö ár í Vestmannaeyjum og var íslandsmeistari þar bæði árin. Zoran var frábær varnarmaður og small inn í liðið eftir brottför Luka Kostic. 

Ástæða þess að þessir frábæru leikmenn komu til Íslands ásamt fleiri löndum sínum var stríðsástandið í gömlu Júgoslavíu á þeim tíma og þá einkum í Króatíu. Sumir þessara manna hafa ílengst hér og reynst vel víðsvegar um land. Þegar rætt er um hve góðir þessir leikmenn voru þá má nefna að bæði Luka og Milan Stefan Jankovic leikmaður og síðar þjálfari í Grindavík voru nálægt því að vera í landsliðshóp Júgoslavíu fyrir HM keppnina 1990. Júgóslavía á þessum árum var stórt nafn í knattspyrnu og margir heimsfrægir leikmenn léku á þeirra vegum. Það sýnir vel styrk þessara drengja á sínum bestu árum. 

Á ferð minni í Króatíu fyrir nokkrum árum þar sem ég hitti nokkra af forystumönnum í knattspyrnu þar í landi, spurði ég þá hvort þeir þekktu nöfn nokkura þeirra leikmanna sem sköruðu frammúr hér á landi og þeir þekktu til þeirra flestra sem nefndir voru. Þá skipti ekki máli hvort þeir voru frá Króatíu eða öðrum löndum sem áður tilheyrðu gömlu Júgoslavíu. Það er skemmtileg saga um komu Milan Stefans Jankovic til Íslands. Hann og Luka voru góðir vinir og líklega hefur Luka verið að hjálpa vini sínum til Íslands og viljað honum það besta í boltanum. 

 

Það hafði því komið til tals að hann kæmi í leikmannahópinn hjá ÍA en á þessum tímapunkti var Skagaliðið það vel skipað að ekki var pláss fyrir Milan í hópnum þó undir flestum kringumstæðum hefði það átt að vera auðvelt. Svavar Sigurðsson bróðir Gunnars formanns ÍA var þá formaður í Grindavík og Gunnar taldi að best væri að Milan Stefán færi til Grindavíkur sem þá lék í 2 deild. Hugsun Gunnars var sú að það væri besti kosturinn, í stað þess að hann færi í einhver þeirra liða sem voru í baráttu við Skagamenn. Þetta gekk eftir og skilaði sér vel fyrir Grindavík. Þannig gerðust kaupin á eyrinni á þeim tíma.

Jón Gunnlaugsson

Styrktaraðilar vefsins